Vitleysa.is | Vitlaust Viðtal – Sigurður Anton

Vitlaust Viðtal – Sigurður Anton

February 2, 2017

Sigurður Anton Friðþjófsson er ungur leikstjóri og uppistandari. Hann skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni “Webcam” sem hefur fengið góðar viðtökur. Núna í febrúar frumsýnir hann nýja mynd sem heitir “Snjór og Salóme”. Við sendum honum vitleysuspurningarnar og hann svaraði þeim um hæl:

Hvar varstu búin/nn til?

In West Philadelphia born and raised, on the playground is where I spent most of my days. Chillin’ out, maxin’, relaxin’ all cool and shootin’ some b-ball outside of the school.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Agi. Og kanill.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

Stöðugan augnþurrk í 10 ár. Mér er óglatt eftir þessa spurningu.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Að þær hafi flestar áhuga á karlmönnum.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?                           

Pissa standandi. Veit að við spörum tíma, en það  getur ekki verið rétta leiðin.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Öll störf þar sem fólk þarf að mæta í jakkafötum í vinnuna.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Gaurinn sem samdi ‘Ég er kominn heim’ þegar hann var nýbúinn að semja það, því það er rusl lag.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Mála hús, ómögulegt að ná málningunni af húðinni. Farðu frekar bara í gömul föt sem mega skemmast. Eða einnota regnkápu eða eitthvað. Hugsaðu líka um börnin í nágrenninu.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Er til dýr sem þolir ekki önnur dýr en elskar kjötið þeirra? Ég er það dýr.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

“Hvað heldur áfram að vaxa eftir að þú deyrð?

Svar: Börnin þín.”

Annars er Greipur Hjaltason með alla bestu fimmaurana: greipur1 á Snapchat.Hér er svo trailerinn fyrir kvikmyndina Snjór og Salóme

Deilið eins og vitleysingar!

No Responses