Vitleysa.is | Vitlaust viðtal – Helgi Steinar

Vitlaust viðtal – Helgi Steinar

February 7, 2017

Helgi Steinar Gunnlaugsson er íslenskur uppistandari en býr í Edinborg þessa stundina og iðkar þar uppistandsíþróttina af miklu kappi. Við sendum á hann nokkrar vitlausar spurningar og svo er hægt að sjá brot af uppistandi hans hér að neðan:

Hvar varstu búin/nn til?

-Á eyjunni Ródós á Grikklandi

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

-Latex og eitthvað fleira…allaveganna ekki Tequila

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

-Hmm…ég fæ nátturlega stöðugan augnþurrk bara við það eitt að horfa á alþingismenn. En ef ég drekk heilt glas af munnvatni Bjarna Ben þá skilst mér að ég geti erft spillingarfé frá Sjóvá. Ég tek Bjarna!

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

-Hlátur, grátur, reiði og gleði getur allt átt sér stað innan við eina mínútu

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

-Did you just assume my gender?

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

-Læknir. Horfði á Grey‘s Anatomy og ég myndi ekki meika allt þetta drama. Þar að auki myndi ég líklegast óvart drepa fleiri sjúklinga en ég myndi bjarga.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Adolf Hitler á meðan hann sat í fangelsi. Bara svo ég gæti bent fólki á nokkrum árum seinna þegar hann er voldugur og reiður að ég hafi séð hann grenja.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

-Kúka í glerkassa í heila viku

Hvaða dýr tengir þú mest við?

-Kung Fu Panda

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

-„Tveir menn labba inn á bar í Peking. Þeir panta sér Amerískan bjór og eru umsvifalaust handteknir fyrir að styðja vestrænt heimsveldi“….hann virkar reyndar betur í Kína
Hér sjáum við uppistand með Helga á Edinburgh Stand

Deilið eins og vitleysingar!

No Responses