Vitlaust viðtal – Gísli Jóhann

January 27, 2017

Gísli Jóhann er ungur og upprennandi uppistandari. Hann er upphafsmaður uppistandskvöldanna “Come Talk Funny” á Gauknum sem er öll mánudagskvöld. Þetta eru einu uppistandskvöldin sem eru einungis á ensku og hefur verið troðfullt á kvöldin í yfir ár núna. 

Við vitleysingar sendu honum Gísla nokkrar vitlausar spurningar:

Hvar varstu búinn til?

Líklegast var ég getinn í september á því herrans ári 1989, og finnst mér mjög líklegt að getnaður minn hafi átt sér stað á sama tíma og Bandaríkjaher gerði kjarnorkusprengjutilraun í Nevada.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Ábyrgð.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas af munnvatni Bjarna Ben?

Bjarni Ben er ríkur, svo að hann borðar örugglega ógeðslega hollt. Þannig að ég dreg þá ályktun að heilt glas af munnvatni úr honum sé án efa brjálæðislega næringarríkt. En hann má þá ekki svindla og fylla það frekar með tárum verkamanna og láglaunafólks!

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Að þær séu eitthvað annað kyn. Hverjum datt það í hug?

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

Að við séum eitthvað annað kyn. Tekur þetta rugl engan enda?

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Persónulegur munnvatnssafnari Bjarna Bens.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Móðir Theresu, og ég myndi bara ekki hætta að pota í augun á henni. Afþví hún var ömurleg manneskja.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Fara í föt.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Burðardýr.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

Ég fór til læknis um daginn, alveg búinn að vera að drepast í bakinu. Læknirinn bað mig um að afklæðast og setjast svo á skoðunarbekkinn. Eftir að hann var búinn að þukkla á mér í smástund segir hann loks, “Gísli, þú verður eiginlega að hætta að fróa þér”.

 Ég segi: “Ha, ekki getur það verið að valda þessu?”

“Nei, en það er mjög mikið að trufla mig akkúrat núna.”Við þökkum Gísli kærlega fyrir að svara þessum spurningum og mælum eindregið með að kíkja á mánudagskvöldin hans Gísli á Gauknum. Það er frítt inn og byrjar kl 21:00

Deilið eins og vitleysingar!

No Responses