Vitleysa.is | Vitlaust viðtal – Bylgja Babýlons

Vitlaust viðtal – Bylgja Babýlons

February 22, 2017
Bylgja Babylóns er einn vinsælasti uppistandari landsins og er þekkt fyrir glaðlyndi sitt og hreint hjarta. Við sendum henni nokkrar vitlausar spurningar:

Hvar varstu búin/nn til?

Örugglega um versló í tjaldi.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Tilfinningagreind.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

Ég myndi súpa á munnvatninu hans Bjarna any time anywhere all day long.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Pungurinn.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

Pungleysið og fitan sem er fyrir neðan naflann. Einhver sagði að hún væri til að halda hita á leginu. Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Fóta aðerðar fræðingur en vinna sem ég skil ekki hversvegna nokkur vinnur. Fætur eru sveittir og skítugir og stundum vörtóttir.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Ég myndi pota í augun á manneskjunni sem cansellaði Firefly. Myndi passa að væri smá kúkur undir nöglinni þannig að hún fengi pink eye.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Taka myndir af kynfærunum sínum og senda ókunnugu fólki.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Amöbur. Þær eru alltaf bara “Hví?” og ég líka.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?
Hvað er uppáhalds grænmeti Þjóðverja? – Michael Schumacher


Hér sjáum við Bylgju með smá uppistand á ensku

Deilið eins og vitleysingar!

No Responses