Vitleysa.is | Myndbönd

Vitlaust viðtal – Helgi Steinar

Helgi Steinar Gunnlaugsson er íslenskur uppistandari en býr í Edinborg þessa stundina og iðkar þar uppistandsíþróttina af miklu kappi. Við sendum á hann nokkrar vitlausar spurningar og svo er hægt að sjá brot af uppistandi hans hér að neðan:

Hvar varstu búin/nn til?

-Á eyjunni Ródós á Grikklandi

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

-Latex og eitthvað fleira…allaveganna ekki Tequila

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

-Hmm…ég fæ nátturlega stöðugan augnþurrk bara við það eitt að horfa á alþingismenn. En ef ég drekk heilt glas af munnvatni Bjarna Ben þá skilst mér að ég geti erft spillingarfé frá Sjóvá. Ég tek Bjarna!

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

-Hlátur, grátur, reiði og gleði getur allt átt sér stað innan við eina mínútu

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

-Did you just assume my gender?

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

-Læknir. Horfði á Grey‘s Anatomy og ég myndi ekki meika allt þetta drama. Þar að auki myndi ég líklegast óvart drepa fleiri sjúklinga en ég myndi bjarga.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Adolf Hitler á meðan hann sat í fangelsi. Bara svo ég gæti bent fólki á nokkrum árum seinna þegar hann er voldugur og reiður að ég hafi séð hann grenja.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

-Kúka í glerkassa í heila viku

Hvaða dýr tengir þú mest við?

-Kung Fu Panda

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

-„Tveir menn labba inn á bar í Peking. Þeir panta sér Amerískan bjór og eru umsvifalaust handteknir fyrir að styðja vestrænt heimsveldi“….hann virkar reyndar betur í Kína
Hér sjáum við uppistand með Helga á Edinburgh Stand

Deilið eins og vitleysingar!

Vitleysu skets – Valkvíðasjúklingurinn

Deilið eins og vitleysingar!

Ari Eldjárn með frábært uppistand

Deilið eins og vitleysingar!

Vitleysu skets – Slagsmálahundurinn

Vitleysa.is
Deilið eins og vitleysingar!

Vitleysu skets – Samtök transhúsgagna

Vitleysa.is
Deilið eins og vitleysingar!

Vitleysu skets. Sundlaugavörðurinn.

Vitleysa.is
Deilið eins og vitleysingar!

Það er ekki auðvelt líf að vera sonur Ladda

Deilið eins og vitleysingar!

Svona lætur þú hundinn þinn hætta að hrjóta – MYNDBAND

Áttu hund sem hrýtur? Jújú, stundum er það krúttlegt en stundum er það bara óþolandi. Hér er nokkuð góð aðferð til að láta hann hætta.

Deilið eins og vitleysingar!

Djamm lag kvöldsins.

Deilið eins og vitleysingar!

Þegar Þórhallur hitti Jon Lajoie – MYNDBAND

Deilið eins og vitleysingar!

Uppistand úr þættinum Fyndið Fólk

Deilið eins og vitleysingar!

Uppistand – Forhúðartrefill og munnmök

Deilið eins og vitleysingar!