Vitleysa.is | Myndbönd

Aaron Zarabi talar um það að vera eini gyðingurinn á Íslandi

Aaron Zarabi er bandarískur uppistandari frá New York en býr á Íslandi núna ásamt unnustu sinni. 
Hann er reglulegur gestur á uppistandskvöldum Goldengang Comedy bæði á Gauknum og Græna Herberginu.

Hann hélt nýlega uppistandssýningu sem ber nafnið “The Only Jew In Iceland” og hér getum við séð smá brot úr sýningunni þar sem hann talar um hversu erfitt það er að vera eini gyðingurinn á Íslandi.

Ef þið viljið fylgjast betur með þessum frábæra grínista þá getið þið gert það hér !Deilið eins og vitleysingar!

Krúttlegustu hljóð í HEIMI!! – MYNDBAND

Þessar pokarottur eru ekki bara ótrúlega krúttlegar heldur eru hljóðin í þeim svo ótrúlega dúlló að það er bara næstum of mikið.

Deilið eins og vitleysingar!

Öll fyrirtæki ættu að gera þetta – MYNDBAND

Viltu að fólk taki eftir fyrirtækinu þínu? Hvernig væri þá að taka upp tónlistarmyndband. Það getur ekki klikkað. Er það nokkuð?Deilið eins og vitleysingar!

Það má ekki gleyma að hringja í mömmu sína – MYNDBAND

Deilið eins og vitleysingar!

Costco áhrifin

Deilið eins og vitleysingar!

Ömmurnar í Rússlandi eru ekki hræddar við neitt!!

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaus skets – Risadvergur og lítill risi

Deilið eins og vitleysingar!

Karl Ágúst og Sonur – Helga Braga kíkir í heimsókn

Deilið eins og vitleysingar!

Eins manns hljómsveit.

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust viðtal – Ragnar Hansson

Ragnar Hansson er kvikmyndagerðarmaður, uppistandari og mikill Legokubba áhugamaður. Við hentum á hann nokkrar vitleysingaspurningar:

Hvar varstu búin/nn til? 

Allavegana fæddur í Reykjavík. Trúi engum sögum um sköpunina.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?  

Langtímaminni. Eða líklega skemmdi ég það einhversstaðar á lífsleiðinni.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas af munnvatni Bjarna Ben?
 
Get ímyndað mér margt verra en slefið hans Bjarna. Til dæmis 10 ára augnþurrk.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið? 

Áhrif þeirra á mitt.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?  

Meðferðin á hinu.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?  

Að hreinsa upp skítinn eftir Trump.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Sally Field. Þegar hún tók við Óskarnum.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

 Að klæða sig úr húðinni sinni. Á sýrutrippi.

Hvaða dýr tengir þú mest við?
 
Langar að segja kött… En það er líklega eitthvað klunnalegra dýr. Samt sætt. Panda?

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

Bank bank.
Hver er þar?
Geysir.
Geysir hver?
Já.

Hér er svo linkur á uppistandið hans Ragnar hjá Loga í beinni

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP41711

Hér er svo hægt að fylgjast með honum Ragnari að gera það sem hann elskar mest. Taka upp – Grínast – Kubba

Deilið eins og vitleysingar!

Kjúllasketsinn

Deilið eins og vitleysingar!

Stálhnefinn – teiknimynd eftir Eyvind

Óli Björn Kárason kom sterkur inn í vikunni og sagði að það þyrfti að mæta hælisleitendum með hörðum stálhnefa, og jafnframt að alls ekki mætti kalla lýðræðislega kjörinn Bandaríkjaforseta fasista. Karl Ágúst og sonur velta fyrir sér hvort þetta yrði ekki góð bíómynd.

Karl Ágúst og sonur eru á dagskrá öll miðvikudagskvöld klukkan 21.00 og endursýndir reglulega þess á milli.

 

Deilið eins og vitleysingar!