Vitleysa.is | Almenn vitleysa

Vitlaust viðtal – Bylgja Babýlons

Bylgja Babylóns er einn vinsælasti uppistandari landsins og er þekkt fyrir glaðlyndi sitt og hreint hjarta. Við sendum henni nokkrar vitlausar spurningar:

Hvar varstu búin/nn til?

Örugglega um versló í tjaldi.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Tilfinningagreind.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

Ég myndi súpa á munnvatninu hans Bjarna any time anywhere all day long.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Pungurinn.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

Pungleysið og fitan sem er fyrir neðan naflann. Einhver sagði að hún væri til að halda hita á leginu. Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Fóta aðerðar fræðingur en vinna sem ég skil ekki hversvegna nokkur vinnur. Fætur eru sveittir og skítugir og stundum vörtóttir.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Ég myndi pota í augun á manneskjunni sem cansellaði Firefly. Myndi passa að væri smá kúkur undir nöglinni þannig að hún fengi pink eye.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Taka myndir af kynfærunum sínum og senda ókunnugu fólki.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Amöbur. Þær eru alltaf bara “Hví?” og ég líka.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?
Hvað er uppáhalds grænmeti Þjóðverja? – Michael Schumacher


Hér sjáum við Bylgju með smá uppistand á ensku

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaus skets – Risadvergur og lítill risi

Deilið eins og vitleysingar!

Karl Ágúst og Sonur – Helga Braga kíkir í heimsókn

Deilið eins og vitleysingar!

Hvernig finnum við rót vandanns?

Ég reyndi að finna rót vandanns en, fann bara…

…rót Van Damms

Deilið eins og vitleysingar!

Eins manns hljómsveit.

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust viðtal – Ragnar Hansson

Ragnar Hansson er kvikmyndagerðarmaður, uppistandari og mikill Legokubba áhugamaður. Við hentum á hann nokkrar vitleysingaspurningar:

Hvar varstu búin/nn til? 

Allavegana fæddur í Reykjavík. Trúi engum sögum um sköpunina.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?  

Langtímaminni. Eða líklega skemmdi ég það einhversstaðar á lífsleiðinni.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas af munnvatni Bjarna Ben?
 
Get ímyndað mér margt verra en slefið hans Bjarna. Til dæmis 10 ára augnþurrk.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið? 

Áhrif þeirra á mitt.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?  

Meðferðin á hinu.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?  

Að hreinsa upp skítinn eftir Trump.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Sally Field. Þegar hún tók við Óskarnum.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

 Að klæða sig úr húðinni sinni. Á sýrutrippi.

Hvaða dýr tengir þú mest við?
 
Langar að segja kött… En það er líklega eitthvað klunnalegra dýr. Samt sætt. Panda?

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

Bank bank.
Hver er þar?
Geysir.
Geysir hver?
Já.

Hér er svo linkur á uppistandið hans Ragnar hjá Loga í beinni

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP41711

Hér er svo hægt að fylgjast með honum Ragnari að gera það sem hann elskar mest. Taka upp – Grínast – Kubba

Deilið eins og vitleysingar!

Kjúllasketsinn

Deilið eins og vitleysingar!

Stálhnefinn – teiknimynd eftir Eyvind

Óli Björn Kárason kom sterkur inn í vikunni og sagði að það þyrfti að mæta hælisleitendum með hörðum stálhnefa, og jafnframt að alls ekki mætti kalla lýðræðislega kjörinn Bandaríkjaforseta fasista. Karl Ágúst og sonur velta fyrir sér hvort þetta yrði ekki góð bíómynd.

Karl Ágúst og sonur eru á dagskrá öll miðvikudagskvöld klukkan 21.00 og endursýndir reglulega þess á milli.

 

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust viðtal – Helgi Steinar

Helgi Steinar Gunnlaugsson er íslenskur uppistandari en býr í Edinborg þessa stundina og iðkar þar uppistandsíþróttina af miklu kappi. Við sendum á hann nokkrar vitlausar spurningar og svo er hægt að sjá brot af uppistandi hans hér að neðan:

Hvar varstu búin/nn til?

-Á eyjunni Ródós á Grikklandi

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

-Latex og eitthvað fleira…allaveganna ekki Tequila

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

-Hmm…ég fæ nátturlega stöðugan augnþurrk bara við það eitt að horfa á alþingismenn. En ef ég drekk heilt glas af munnvatni Bjarna Ben þá skilst mér að ég geti erft spillingarfé frá Sjóvá. Ég tek Bjarna!

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

-Hlátur, grátur, reiði og gleði getur allt átt sér stað innan við eina mínútu

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

-Did you just assume my gender?

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

-Læknir. Horfði á Grey‘s Anatomy og ég myndi ekki meika allt þetta drama. Þar að auki myndi ég líklegast óvart drepa fleiri sjúklinga en ég myndi bjarga.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Adolf Hitler á meðan hann sat í fangelsi. Bara svo ég gæti bent fólki á nokkrum árum seinna þegar hann er voldugur og reiður að ég hafi séð hann grenja.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

-Kúka í glerkassa í heila viku

Hvaða dýr tengir þú mest við?

-Kung Fu Panda

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

-„Tveir menn labba inn á bar í Peking. Þeir panta sér Amerískan bjór og eru umsvifalaust handteknir fyrir að styðja vestrænt heimsveldi“….hann virkar reyndar betur í Kína
Hér sjáum við uppistand með Helga á Edinburgh Stand

Deilið eins og vitleysingar!

Vitleysu skets – Valkvíðasjúklingurinn

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust Viðtal – Sigurður Anton

Sigurður Anton Friðþjófsson er ungur leikstjóri og uppistandari. Hann skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni “Webcam” sem hefur fengið góðar viðtökur. Núna í febrúar frumsýnir hann nýja mynd sem heitir “Snjór og Salóme”. Við sendum honum vitleysuspurningarnar og hann svaraði þeim um hæl:

Hvar varstu búin/nn til?

In West Philadelphia born and raised, on the playground is where I spent most of my days. Chillin’ out, maxin’, relaxin’ all cool and shootin’ some b-ball outside of the school.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Agi. Og kanill.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

Stöðugan augnþurrk í 10 ár. Mér er óglatt eftir þessa spurningu.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Að þær hafi flestar áhuga á karlmönnum.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?                           

Pissa standandi. Veit að við spörum tíma, en það  getur ekki verið rétta leiðin.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Öll störf þar sem fólk þarf að mæta í jakkafötum í vinnuna.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Gaurinn sem samdi ‘Ég er kominn heim’ þegar hann var nýbúinn að semja það, því það er rusl lag.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Mála hús, ómögulegt að ná málningunni af húðinni. Farðu frekar bara í gömul föt sem mega skemmast. Eða einnota regnkápu eða eitthvað. Hugsaðu líka um börnin í nágrenninu.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Er til dýr sem þolir ekki önnur dýr en elskar kjötið þeirra? Ég er það dýr.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

“Hvað heldur áfram að vaxa eftir að þú deyrð?

Svar: Börnin þín.”

Annars er Greipur Hjaltason með alla bestu fimmaurana: greipur1 á Snapchat.Hér er svo trailerinn fyrir kvikmyndina Snjór og Salóme

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust viðtal – Gísli Jóhann

Gísli Jóhann er ungur og upprennandi uppistandari. Hann er upphafsmaður uppistandskvöldanna “Come Talk Funny” á Gauknum sem er öll mánudagskvöld. Þetta eru einu uppistandskvöldin sem eru einungis á ensku og hefur verið troðfullt á kvöldin í yfir ár núna. 

Við vitleysingar sendu honum Gísla nokkrar vitlausar spurningar:

Hvar varstu búinn til?

Líklegast var ég getinn í september á því herrans ári 1989, og finnst mér mjög líklegt að getnaður minn hafi átt sér stað á sama tíma og Bandaríkjaher gerði kjarnorkusprengjutilraun í Nevada.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Ábyrgð.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas af munnvatni Bjarna Ben?

Bjarni Ben er ríkur, svo að hann borðar örugglega ógeðslega hollt. Þannig að ég dreg þá ályktun að heilt glas af munnvatni úr honum sé án efa brjálæðislega næringarríkt. En hann má þá ekki svindla og fylla það frekar með tárum verkamanna og láglaunafólks!

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Að þær séu eitthvað annað kyn. Hverjum datt það í hug?

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

Að við séum eitthvað annað kyn. Tekur þetta rugl engan enda?

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Persónulegur munnvatnssafnari Bjarna Bens.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Móðir Theresu, og ég myndi bara ekki hætta að pota í augun á henni. Afþví hún var ömurleg manneskja.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Fara í föt.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Burðardýr.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?

Ég fór til læknis um daginn, alveg búinn að vera að drepast í bakinu. Læknirinn bað mig um að afklæðast og setjast svo á skoðunarbekkinn. Eftir að hann var búinn að þukkla á mér í smástund segir hann loks, “Gísli, þú verður eiginlega að hætta að fróa þér”.

 Ég segi: “Ha, ekki getur það verið að valda þessu?”

“Nei, en það er mjög mikið að trufla mig akkúrat núna.”Við þökkum Gísli kærlega fyrir að svara þessum spurningum og mælum eindregið með að kíkja á mánudagskvöldin hans Gísli á Gauknum. Það er frítt inn og byrjar kl 21:00

Deilið eins og vitleysingar!