Vitleysa.is | Þórhallur Þórhallsson

Aaron Zarabi talar um það að vera eini gyðingurinn á Íslandi

Aaron Zarabi er bandarískur uppistandari frá New York en býr á Íslandi núna ásamt unnustu sinni. 
Hann er reglulegur gestur á uppistandskvöldum Goldengang Comedy bæði á Gauknum og Græna Herberginu.

Hann hélt nýlega uppistandssýningu sem ber nafnið “The Only Jew In Iceland” og hér getum við séð smá brot úr sýningunni þar sem hann talar um hversu erfitt það er að vera eini gyðingurinn á Íslandi.

Ef þið viljið fylgjast betur með þessum frábæra grínista þá getið þið gert það hér !Deilið eins og vitleysingar!

Íslenskir grínistar slógu í gegn í Edinborg

                                                                                         Helgi Steinar og Ari Eldjárn í Edinborg

Stærsta listahátíð heims var nú við það að ljúka í Edinborg og fram að mánudegi hafði hún staðið yfir allan ágústmánuðinn. Einu sinni á hverju ári lifnar þessi skoska höfuðborg við þar sem tugþúsundir uppistandarar, tónlistarmenn og leikarar mæta til að skemmta á rúmum 4000 sýningum á yfir 300 mismunandi stöðum víðs vegar um borgina. Hátiðin, sem ber nafnið Edinburgh Fringe Festival byrjaði árið 1947 sem svar við annarri alþjóðlegri listahátið í Edinborg og átti þessi hátíð þar með 70 ára afmæli núna í ár. Skemmtikraftar um heim allan koma til að troða upp á þessum „Ólympíuleikum listamanna“ og á þessu ári létu Íslendingar sig ekki vanta.

Uppistandarinn Ari Eldjárn mætti strax með látum og fékk sýningin hans Pardon my Icelandic fljótlega fjórar stjörnur frá dagblaðinu Scotsman. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, gaf honum einnig háa einkunn fyrir frábæran flutning á sýningu hans, sem var meira og minna uppseld hvern einasta dag. Ari var duglegur að fræða áhorfendur um skemmtileg málefni eins og samband Íslendinga við Dani, reynslu hans við að búa í Bretlandi og hvernig það er að ala upp börn sem grínisti. Ari Eldjárn flutti 21 sýningu á 25 dögum og er öruggt að segja að hann hafi stimplað sig inn í breska uppistandsheiminn eftir þessa frammistöðu.

Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson var einnig viðstaddur á hátíðinni með klukkutíma uppistandssýningu sína Stateless og af þeim 9 sýningum sem hann flutti voru 8 uppseldar. Hann kom fram á 5 mismunandi stöðum og fékk einnig frábærar viðtökur frá áhorfendum. Þórhallur Þórhallsson hitaði upp fyrir þær sýningar og var einstaklega tekið vel í þetta íslenska teymi.

Það verður að öllum líkindum nóg að gera hjá þeim Helga og Ara í vetur, þar sem uppistandssenan á Íslandi er að stækka af fullum krafti. Í hverri viku býður Gaukurinn á Tryggvagötu upp á uppistandssýningar á mánudagskvöldum klukkan 21:00 þar sem íslenskir grínistar eins og Helgi mæta og prufa nýtt efni á ensku fyrir framan Íslendinga sem og ferðamenn. Mið-Ísland verður einnig í fullum gangi eftir jól og hægt er að segja að með svona auknum áhuga á uppistandi hérlendis, verður ekki langt í að Ísland fari að halda sína eigin uppistandshátíð.

                                                                                           Íslensk grínistasamkoma í Edinborg
                             Fr. Vinstri: Jóhannes Ingi, Helgi Steinar, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Andri Ívars og Þórhallur Þórhallsson
Deilið eins og vitleysingar!

Krúttlegustu hljóð í HEIMI!! – MYNDBAND

Þessar pokarottur eru ekki bara ótrúlega krúttlegar heldur eru hljóðin í þeim svo ótrúlega dúlló að það er bara næstum of mikið.

Deilið eins og vitleysingar!

Öll fyrirtæki ættu að gera þetta – MYNDBAND

Viltu að fólk taki eftir fyrirtækinu þínu? Hvernig væri þá að taka upp tónlistarmyndband. Það getur ekki klikkað. Er það nokkuð?Deilið eins og vitleysingar!

Ari Eldjárn slær í gegn á Edinborgarhátíð

Ari Eldjárn er þessa dagana á fullu að sýna uppistandið sitt “Pardon My Icelandic” á Edinburgh International Festival. Hátíðin er ein sú virtasta í heiminum og er þetta í fyrsta sinn sem Ari tekur þátt.

Uppistandið hans Ara virðist fara vel í skotana en hann fékk 4 stjörnur í umfjöllun The Scotsman um sýninguna hans.

Umfjöllun The Scotsman um sýningu Ara EldjárnsHér er svo hægt að sjá uppistandið hans Ara sem hefur slegið í gegn að undanförnu á netinu.
Deilið eins og vitleysingar!

Svalasti köttur allra tíma? – MYNDBAND

Deilið eins og vitleysingar!

Það má ekki gleyma að hringja í mömmu sína – MYNDBAND

Deilið eins og vitleysingar!

Pétur Jóhann er stærsti skemmtistaður Íslands

Pétur Jóhann Sigfússon er einn af okkar allra skemmtilegustu grínustum landsins. Og hann er greinilega orðinn það stór samkvæmt DV að hann er ekki lengur bara skemmtikraftur heldur er hann orðinn heill skemmtistaður

Deilið eins og vitleysingar!

Costco áhrifin

Deilið eins og vitleysingar!

Ömmurnar í Rússlandi eru ekki hræddar við neitt!!

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaust viðtal – Bylgja Babýlons

Bylgja Babylóns er einn vinsælasti uppistandari landsins og er þekkt fyrir glaðlyndi sitt og hreint hjarta. Við sendum henni nokkrar vitlausar spurningar:

Hvar varstu búin/nn til?

Örugglega um versló í tjaldi.

Hvaða hráefni gleymdist þegar það var verið að baka þig?

Tilfinningagreind.

Hvort myndirðu vilja vera með stöðugan augnþurrk í 10 ár eða drekka heilt glas afmunnvatni Bjarna Ben?

Ég myndi súpa á munnvatninu hans Bjarna any time anywhere all day long.

Hvað er það skrýtnasta við hitt kynið?

Pungurinn.

Hvað er það skrýtnasta við þitt kyn?

Pungleysið og fitan sem er fyrir neðan naflann. Einhver sagði að hún væri til að halda hita á leginu. Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Við hvaða starf myndir þú aldrei nokkurn tíman vinna?

Fóta aðerðar fræðingur en vinna sem ég skil ekki hversvegna nokkur vinnur. Fætur eru sveittir og skítugir og stundum vörtóttir.

Ef þú mættir pota í augun á einhverri manneskju úr mannkynsögunni, hvort sem hún er lífs eða liðin núna, hvaða manneskja yrði fyrir valinu og á hvaða tímapunkti myndir þú pota í augun á henni?

Ég myndi pota í augun á manneskjunni sem cansellaði Firefly. Myndi passa að væri smá kúkur undir nöglinni þannig að hún fengi pink eye.

Hvað ætti maður alls alls ekki að gera nakinn?

Taka myndir af kynfærunum sínum og senda ókunnugu fólki.

Hvaða dýr tengir þú mest við?

Amöbur. Þær eru alltaf bara “Hví?” og ég líka.

Hver er besti fimmaurabrandarinn sem þú kannt?
Hvað er uppáhalds grænmeti Þjóðverja? – Michael Schumacher


Hér sjáum við Bylgju með smá uppistand á ensku

Deilið eins og vitleysingar!

Vitlaus skets – Risadvergur og lítill risi

Deilið eins og vitleysingar!