Vitleysa.is | Alexis Bledell úr Gilmore Girls kann ekki að halda á hlutum

Alexis Bledell úr Gilmore Girls kann ekki að halda á hlutum

Written by  in category 
November 30, 2016

Allir muna eftir þáttunum Gilmore Girls, sem slógu rækilega í gegn fyrr á öldinni. Nú hefur Netflix tekið til sýninga endurfundaþætti með Gilmore Girls, þar sem sagan er kláruð, og þeir eru með vinsælustu þáttum í heiminum þessa dagana.

Það sem hefur hins vegar vakið hvað mesta athygli eru plaköt sem auglýsa þættina þar sem Alex Bledell, sem leikur Rory Gilmore, sýnir að hún kann ekki að halda á hlutum. Hér fyrir neðan sést hún spreyta sig á nokkrum hlutum, og takast frekar illa upp.

Hún á erfitt með að halda á fána og stjörnuljósi.

gg1

Hún kann augljóslega alls ekki að halda á blómum.

gg2

Enginn, alls enginn, heldur svona á kaffibolla.

gg3

Gilmore Girls: A Year in the Life er dottið inn á Netflix. Þar stendur Alexis sig klárlega betur en á þessum plakötum.

Deilið eins og vitleysingar!

No Responses